top of page

Snillismiðja

Brimrún ehf, styrkti Grunnskóla Grundarfjarðar um kr. 100.000 til að kaupa ýmsan tæknibúnað sem notaður verður til að auka fjölbreytni í kennslu. Brimrún ehf starfar við það að þjónusta skip og báta og selur tæki til siglinga, fjarskipta og fiskileitar.

Dagbjört Lína Kristjánsdóttir, kennari við Grunnskóla Grundarfjarðar fór í september síðastliðinn til New York á ráðstefnusýningu með vinnustofum. Á þessari ráðstefnusýningu voru kenndar aðferðir og unnin verkefni í þeim tilgangi að auka fjölbreytni í skólastarfinu. Þessi nýja kennsluaðferð gengur út á það að nemendur fái tækifæri til að skapa og gera tilraunir með fjölbreyttum efnivið. Nemendur eiga líka möguleika á því að geta nýtt sér upplýsingatækni í verkefnunum. Megin áhersla er lögð á sköpun og fá nemendur visst frelsi til að vinna verkefnin sín. ,,Makerspace" býður upp á mikla fjölbreytni og er nefnt á íslensku snillismiðja eða sköpunarsmiðja. Í Grunnskóla Grundarfjarðar höfum við kosið að kalla þetta snillismiðju og er hún komin vel af stað og á örugglega eftir að stækka enn meira. Snillismiðja getur boðið upp á föndur, tækni, kubba eða eitthvað rafmagns- eða smíðatengt.

Þeir hlutir sem voru keyptir fyrir styrkinn eru allmörg ,,OSMO" snjalltækjaforrit. ,,Sphero" kúla og ,,Ollie" sívalningur sem þarf að forrita til að renna eftir fyrirfram ákveðinni braut. Þegar ,, Sphero" kúlan er forrituð þá þurfa nemendur að átta sig á tíma og hraða kúlunnar ásamt því að mæla gráður til að kúlan renni rétta leið eftir brautinni. Einnig var keyptur dróni sem líka þarf að forrita til að láta hann fljúga og hægt er að láta hann skjóta kúlum og grípa létta hluti. Að auki fengum við ýmsa íhluti til að vinna rafmagnsverkefni og þrívíddargleraugu sem geta gefið marga möguleika í kennslu.

Fleiri myndir inni á myndasafni.


NÝJAR FRÉTTIR
Archive

VIÐBURÐIR

bottom of page