Lestrarátak
- helis6
- Jan 18, 2018
- 1 min read
Bókasafn grunnskólans var með lestrarátak í desember og fyrir hverja bók sem börnin lásu fengu þau jólasveinamynd til skreyta dimma skóginn okkar. Alls voru lesnar 115 bækur sem skiluðu jafnmörgum jólasveinum í skóginn.
Núna er lestrarátak Ævars vísindamanns komið á fullt skrið og fyrir hvern miða sem skilað er í kassann mæta 3 ofurhetjur til leiks. Skógurinn er því farinn að taka á sig nýja mynd og verður spennandi að sjá hvaða fígúrur fara á flug á fína veggnum okkar :)

Comments