Skólahreysti keppni
- helis6
- Mar 6, 2018
- 1 min read
Síðastliðinn föstudag tóku nokkrir nemendur þátt í undankeppni Skólahreystis leikana. Þar var keppt um hverjir færu fyrir hönd skólans í undankeppni Vesturlands riðils sem fer fram síðar í mánuðinum. Keppendur sýndu lipra takta og tóku vel á því. Svo fór að Jóhann Snorri og Elva Björk munu keppa í hraðaþraut, Atli Ágúst í dýfum og upphífingum og Rakel Mirra í hreystigripi og armbeygjum. Til hamingju og gangi þeim vel. Fleiri myndir inni á myndasafni.

Commentaires