Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar
- helis6
- Apr 11, 2018
- 1 min read
Þriðjudaginn 10.apríl var Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Snæfellsnesi haldin í Ólafsvíkurkirkju. Þrír fulltrúar skólans tóku þátt í keppninni, en það voru þau Hermann Oddsson, Kolbrún Líf Jónsdóttir og Kristján Freyr Tómasson. Þau stóðu sig öll með stakri prýði, voru skýrmælt og áheyrileg. Fyrsta sætið hlaut Sylvía Dís Scheving frá Grunnskólanum í Snæfellsbæ, annað sætið hlaut Ingigerður Sól Hjartardóttir frá Grunnskólanum Stykkishólmi og þriðja sætið hlaut Kolbrún Líf Jónsdóttir frá Grunnskóla Grundarfjarðar. Við óskum þeim til hamingju með sigurinn. Fleiri myndir inni á myndasafni

.
Opmerkingen