top of page

Bókasafnið - Viskubrunnur

  • helis6
  • Oct 26, 2018
  • 1 min read

Það er nóg að gera á bókasafni skólans. Nú er yfirstandandi lestrarátak þar sem nemendur lesa sígildu bækurnar um Herramennina og Ungfrúrnar. Fyrir hverja lesna bók fá nemendur mynd af einhverjum fljúgandi furðuhlut til að setja á ævintýravegginn góða, sem þennan veturinn skartar himinhvolfinu með tilheyrandi sólum og plánentum.

5. og 6. bekkur undir leiðsögn umsjónarkennarans, Karitasar Eiðsdóttur, ákvað að taka þetta lestrarátak lengra og eru í óða önn að skrifa nýjar herramanna og ungfrúrbækur og það verður aldeilis spennandi að sjá þeirra afrakstur og aldrei að vita nema það leynist framtíðar metsöluhöfundur í þeirra röðum. Það er því von á nýjum myndskreyttum og skemmtilegum bókum eftir grundfirska höfunda á bókasafnið í jólabókaflóðinu þetta árið. Upplestrardagur rithöfundanna verður auglýstur síðar þegar nær dregur jólum.


 
 
 

Comentarios


NÝJAR FRÉTTIR
Archive

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564

 

bottom of page