Slökkvilið í heimsókn
- helis6
- Dec 4, 2018
- 1 min read
Fulltrúar slökkviliðsins í Grundarfirði ásamt formanni Lionsklúbbs Grundarfjarðar heimsóttu nemendur Eldhamra og 3. bekkjar í dag.
Fóru slökkviliðsmennirnir yfir eldvarnir á heimilum með nemendum, sýndu þeim myndband og Lionsklúbburinn færði nemendum 3. bekkjar eldvarnarlitabók.
Í næstu viku ætla svo nemendurnir að fara í heimsókn á Slökkviliðstöðina, skoða þar bílana, tæki og tól.
Við þökkum kærlega fyrir heimsóknina og gjöfina.

留言