top of page

Fréttir úr skólastarfi


Þá er skólastarf að komast á skrið eftir jólafrí.

Næstkomandi laugardag er Skákdagurinn haldinn hátíðlegur víða um land. Í tilefni af því ætlar nemendaráð unglingastigs að halda skákmót fyrir 7.-10.bekk á föstudeginum. Þá munu aðrir árgangar einnig taka þátt fjölbreyttu skákuppbroti.

Foreldrakönnun opnar 4.febrúar og mun hún vera opin út febrúar mánuð. Nánari upplýsingar í pósti.

Árleg danskennsla fer fram í næstu viku. Nemendur fá kennslu hvern dag og enda vikuna á danssýningu í íþróttahúsinu föstudaginn 1. febrúar kl. 12:00. Foreldrar og aðrir fjölskyldumeðlimir eru hjartanlega velkomin á sýninguna.


NÝJAR FRÉTTIR
Archive

VIÐBURÐIR

bottom of page