Dans, dans, dans
- helis6
- Jan 28, 2019
- 1 min read
Dansinn dunar í grunnskólanum. Nú er dansvikan hafin og hafa nokkrir bekkir lokið sínum fyrsta danstíma. Eins og síðastliðin ár er danskennslan í höndum Erlu Haraldsdóttur. Allir nemendur skólans taka þátt og hver árgangur fær fimm dansæfingar í vikunni, sem endar svo með danssýningu næsta föstudag. Öllum er boðið á danssýninguna sem fer fram í íþróttahúsi skólans kl. 12:00.

Komentarze