top of page

Skíðaval

  • helis6
  • Feb 1, 2019
  • 1 min read

Miðvikudaginn 30. janúar fóru nemendur á mið- og unglingastigi upp í skíðabrekku að skíða og renna á

snjóbretti. Þeir sem ekki vildu renna sér á skíðum/brettum komu með sleða/snjóþotu og renndu sér til

hliðar við lyftuna. Kennarar/skólastjóri stóðu vaktina í lyftunni og skapaðist skemmtileg stemning í

brekkunni. Salbjörg Nóadóttir kom færandi hendi upp í skíðaskála með nýbakaðar smákökur og heitt

kakó fyrir mannskapinn. Mikil ánægja var með daginn og þökkum við Skíðadeild Snæfellsness kærlega

fyrir að leyfa okkur að opna lyftuna fyrr og gera okkur kleift að fara með nemendur á skólatíma í

brekkuna.


 
 
 

Comments


NÝJAR FRÉTTIR
Archive

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564

 

bottom of page