top of page

Upplestrarkeppni

  • helis6
  • Feb 27, 2019
  • 1 min read

Þriðjudaginn 26. febrúar var undankeppni Grunnskóla Grundarfjarðar fyrir Stóru upplestrarkeppnina. Sex keppendur voru að þessu sinni úr 7. bekk og stóðu þeir sig allir með stakri prýði. Það voru þeir Dominik Wiszniewski, Jón Björgvin Jónsson og William Markús Nanayaw Kwakye sem munu keppa fyrir hönd skólans í aðalkeppninni sem fram fer í Grundarfjarðarkirkju, fimmtudaginn 14. mars nk. Alexander Freyr Ágústsson var valinn til vara ef einhver aðalkeppenda forfallast. Dómnefnd skipuðu Herdís Björnsdóttir, Garðar Svansson og Sólrún Guðjónsdóttir og viljum við þakka þeim kærlega fyrir sitt framlag til keppninnar. Fleiri myndir inni á myndaalbúmi.


 
 
 

Comments


NÝJAR FRÉTTIR
Archive

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564

 

bottom of page