Search
Kvenfélagið Gleym mér ei gefur skáksett
- helis6
- Mar 7, 2019
- 1 min read

Kvenfélagið Gleym mér ei kom fyrir stuttu í heimsókn í Grunnskóla Grundarfjarðar og gaf tíu skáksett skólanum til eignar. Skákiðkun hefur færst í aukana í skólanum og hafa nemendur verið duglegir að grípa í skák þegar tími gefst til. Vegna mikils áhuga var útséð að þau sett sem til voru í skólanum dygðu ekki til og þar af leiðandi var þetta kærkomin gjöf. Á myndinni má sjá Einar Þór, starfsmann skólans, veita gjöfinni viðtöku úr höndum þeirra kvenfélagskvenna; Hrafnhildi Jónu, Helgu Maríu, Dagbjörtu Línu og Bryndísi.
Bestu þakkir til Kvenfélagsins Gleym mér ei.
Comments