top of page

Lestrarátak

  • helis6
  • Mar 12, 2019
  • 1 min read

Lestrarátaki Ævars Vísindamanns lauk fyrir skömmu og var þátttaka barnanna afar góð. Ekki er kannski hægt að segja sömu sögu um foreldrana en alls lásu börnin í Grunnskólanum í Grundarfirði 534 bækur en foreldrar lásu sex bækur. Það er því greinilegt að foreldrar þurfa að taka sig á í yndislestrinum. Grunnskólinn hér ákvað að verðlauna einn þátttakanda og gripum við Gunnstein Sigurðusson á göngum skólans og báðum hann að draga verðlaunahafann upp úr kassanum. Sá heppni heitir Ólafur Geir Hlynsson og er í 1. bekk og fékk hann í verðlaun tvær bækur eftir Ævar vísindamann, Búkollu og Börn Loka. Til hamingju Ólafur Geir!


 
 
 

Comments


NÝJAR FRÉTTIR
Archive

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564

 

bottom of page