top of page

Stóra upplestrarkeppnin

  • helis6
  • Mar 18, 2019
  • 1 min read

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Grundarfjarðarkirkju fimmtudaginn 14. mars. Þrír fulltrúar komu frá hverjum skóla - Grunnskóla Grundarfjarðar, Grunnskóla Snæfellsbæjar og Grunnskólanum í Stykkishólmi. Það voru þeir Dominik Wiszniewski, Jón Björgvin Jónsson og William Markús Nanayaw Kwakye sem kepptu fyrir hönd skólans og stóðu sig með stakri prýðri, lásu hátt og skýrt og voru öruggir með sig. Þeir voru sér og skólanum til sóma. Rakel Mirra Steinarsdóttir, nemandi í 10. bekk flutti tvö lög á hátíðinni og þökkum við henni fyrir fallegan söng.

Það var Allan Purisevic frá Grunnskóla Snæfellsbæjar sem varð hlutskarpastur, Tara Kristín Bergmann úr Grunnskólanum í Stykkishólmi varð í öðru sæti og Emil Breki Hilmarsson frá Grunnskóla Snæfellsbæjar í þriðja sæti. Fleiri myndir inni á myndaalbúmi.


 
 
 

Comentarios


NÝJAR FRÉTTIR
Archive

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564

 

bottom of page