Lestrarátak Ævars vísindamanns.
- helis6
- Mar 21, 2019
- 1 min read
Í gær voru dregnir út vinningshafar í síðasta lestrarátaki Ævars vísindamanns. Veittar voru viðurkenningar fyrir hlutfallslega mesta lestur á hverju skólastigi og sömuleiðis þann skóla sem las hlutfallslega mest í heildina: Yngsta stig: Álftanesskóli Miðstig: Árskógarskóli, Dalvíkurbyggð Efsta stig: Þelamerkurskóli Yfir öll skólastig: Grunnskóli Drangsness
Allir þessir skólar fá það í verðlaun að vera skrifaðir inn í síðustu bókina í Bernskubrekum Ævars vísindamanns, Óvænt endalok, sem kemur út í júní.
Guðni Th. Jóhannesson og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, drógu eitt foreldri og fimm krakka úr lestrarmiðapottinum fyrr í dag við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafni, Grófinni. Hin sex heppnu sem dregin voru verða gerð að persónum í Óvæntum endalokum.
Þá var dreginn út einn nemandi í hverjum skóla sem tók þátt og var það Sævar Hjalti Þorsteinsson, nemandi í 1. bek sem var dreginn úr pottinum fyrir hönd skólans okkar hér í Grundarfirði. Fær hann áritað eintak af bók Ævars þegar hún kemur út. Það má svo sannarlega taka það fram að Sævar Hjalti átti rúmlega helming miðanna sem voru settir í póst héðan frá bókasafninu. Vel gert Sævar Hjalti og innilega til hamingju.

Bình luận