Ég trúi á bókaálfa
- helis6
- Jun 14, 2019
- 1 min read

Þau voru kát, börnin á Eldhömrum, þegar þau mættu á skólabókasafnið með bækurnar sínar, merktu þær í bak og fyrir og héldu svo af stað í álfaleiðangur. Verkefnið "'Ég trúi á bókaálfa" gengur út á að fara með notaða bók, finna henni góðan stað og skilja hana þar eftir fyrir aðra að njóta. Börnin fengu límmiða og bókamerki til að setja á bækurnar þar sem fram kemur að bækurnar séu ókeypis fyrir þann sem finnur, en það er líka beðið um að viðkomandi láti svo bókina ganga áfram til einhvers sem vill lesa. Hægt er að finna bókaálfa út um allan heim en krakkarnir á Eldhömrum er fyrsti barna-bókaálfahópurinn á Íslandi svo vitað sé. Þetta var virkilega skemmtilegur dagur og verður vonandi framhald á. Þegar sú sem ritar þetta fór á stjá um kvöldið voru engar bækur frá krökkunum að finna svo vonandi hafa þær glatt einhvern finnandann. Fleiri myndir inni á myndaalbúmi.
Kv. Lilja á skólabókasafninu
Comments