top of page

Skólabyrjun

  • helis6
  • Aug 23, 2019
  • 1 min read

Þá er skólastarfið farið í gang og byrjar með stuttri viku. Fengum æðislegt veður fyrsta skóladaginn en mikil tilhlökkun er í hópnum og gott að komast í rútínu.

Í sumar hafa verið miklar viðhaldsframkvæmdir en búið er að laga þakið á verkmenntastofu, skipta um glugga á Eldhömrum, gera við skemmdir og mála austur hliðina uppi. Viðhaldsvinna mun halda áfram.

Hafragrauturinn hefur slegið í gegn en þessa tvo skóladaga hafa farið yfir 20 lítrar ofan í svanga munna.

Skráning stendur yfir í Heilsdagsskólann en hann er í boði fyrir nemendur í 1.-3. bekk eftir skóla. Hann er opin á mánudögum – fimmtudaga til kl. 16 og til kl. 15 á föstudögum

Við munum áfram gera mikið úr góðu foreldrasamstarfi. Sími skólans er 430-8550 og er skrifstofan opin frá 7:50 – 14:00 á mánudögum til fimmtudaga og frá kl. 7:50 – 13:00 á föstudögum.

Á heimasíðu er skóladagatal bæði grunnskólans og Eldhamra. Vetrarfrí grunnskólanemenda verður 1.- 5. nóvember.

Við vonum að veðrið muni halda áfram að leika við okkur og minnum jafnframt á hjálmnotkun reiðhjólamanna.

Stjórnendur


 
 
 

Комментарии


NÝJAR FRÉTTIR
Archive

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564

 

bottom of page